Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 18:33
Brynjar Ingi Erluson
Neville hefur enga samúð með 'bláu milljarða punda klúðrurunum'
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, sparaði ekki stóru orðin eftir 1-0 sigur Liverpool á Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley í dag.

Liverpool var án margra lykilmanna í dag og þurfti Jürgen Klopp að treysta á leikmenn úr akademíunni.

Chelsea fékk fullt af færum til að skora í leiknum, eins og Liverpool, en eina mark leiksins kom ekki fyrr en tveimur mínútum undir lok framlengingar er Virgil van Dijk stangaði boltanum í netið eftir hornspyrnu Kostas Tsimikas.

Chelsea hefur eytt rúmum milljarð í leikmenn síðustu tvö ár, en hefur ekki enn unnið bikar í tíð Todd Boehly. Neville skaut föstum skotum á félagið eftir leik.

„Í framlengingunni voru þetta krakkarnir hans Klopp gegn bláu milljarða punda klúðrurunum.“

„Liverpool var algerlega magnað. Þessir ungu leikmenn voru ótrúlegir og Klopp hlýtur að vera ótrúlega stoltur.“

„Hins vega hef ég enga samúð með Chelsea. Leikmenn Mauricio Pochettino minnkuðu. Þeir skruppu saman fyrir framan okkur og fyrir framan stuðningsmenn sína,“
sagði Neville á Sky.
Athugasemdir
banner
banner