Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 29. mars 2016 20:23
Hafliði Breiðfjörð
skrifar frá Aþenu.
Arnór Ingvi: Reyni að nýta mínar mínútur
Borgun
Arnór Ingvi  skorar í kvöld.
Arnór Ingvi skorar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason skoraði sitt annað mark í tveimur leikjum þegar Ísland vann 3-2 sigur gegn Grikklandi í vináttuleik í kvöld.

Arnór Ingvi hefur litið virkilega vel út í landsleikjunum sem spilaðir hafa verið frá því að undankeppni EM 2016 lauk og gerir hann sterkt tilkall til farseðils til Frakklands.

Lestu um leikinn: Grikkland 2 -  3 Ísland

„Það kom sigurleikur núna, við náðum að klára þetta þarna í lokin. Mér fannst þetta spilast ágætlega, þeir skapa ekki rosalega mikið en uppskera samt tvö mörk. Það voru nokkur mistök sem við gerðum aftarlega á vellinum sem kosta okkur þetta en við náum að vinna okkur til baka, sem er mjög sterkt," sagði Arnór Ingvi við Fótbolta.net í Grikklandi að leik loknum.

Arnór Ingvi segist hafa sett sér það markmið að nýta mínúturnar sem hann fékk og að flestra mati gerði hann það og gott betur.

„Ég reyni að nýta mínar mínútur eins vel og ég get, ég reyni að leggja mig 100 prósent fram en svo get ég ekki gert meira," segir Arnór Ingvi sem telur EM-sætið þó alls ekki öruggt.

„Ég er ekki svo viss, það eru svo margir góðir leikmenn að maður verður bara að halda áfram að standa sig. Ég er þokkalega sáttur með mína frammistöðu, fyrir markið hefði ég getað sett hann en setti hann yfir markið, en ég náði að bæta það upp þarna tveimur mínútum seinna. Það var ákveðið en það eru þessar 45 mínútur sem ég fékk og ég reyndi að gera mitt besta þessar 45 mínútur, mér fannst ég hafa staðið mig ágætlega."
Athugasemdir
banner