Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 29. mars 2016 20:23
Hafliði Breiðfjörð
skrifar frá Aþenu.
Arnór Ingvi: Reyni að nýta mínar mínútur
Borgun
Arnór Ingvi  skorar í kvöld.
Arnór Ingvi skorar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason skoraði sitt annað mark í tveimur leikjum þegar Ísland vann 3-2 sigur gegn Grikklandi í vináttuleik í kvöld.

Arnór Ingvi hefur litið virkilega vel út í landsleikjunum sem spilaðir hafa verið frá því að undankeppni EM 2016 lauk og gerir hann sterkt tilkall til farseðils til Frakklands.

Lestu um leikinn: Grikkland 2 -  3 Ísland

„Það kom sigurleikur núna, við náðum að klára þetta þarna í lokin. Mér fannst þetta spilast ágætlega, þeir skapa ekki rosalega mikið en uppskera samt tvö mörk. Það voru nokkur mistök sem við gerðum aftarlega á vellinum sem kosta okkur þetta en við náum að vinna okkur til baka, sem er mjög sterkt," sagði Arnór Ingvi við Fótbolta.net í Grikklandi að leik loknum.

Arnór Ingvi segist hafa sett sér það markmið að nýta mínúturnar sem hann fékk og að flestra mati gerði hann það og gott betur.

„Ég reyni að nýta mínar mínútur eins vel og ég get, ég reyni að leggja mig 100 prósent fram en svo get ég ekki gert meira," segir Arnór Ingvi sem telur EM-sætið þó alls ekki öruggt.

„Ég er ekki svo viss, það eru svo margir góðir leikmenn að maður verður bara að halda áfram að standa sig. Ég er þokkalega sáttur með mína frammistöðu, fyrir markið hefði ég getað sett hann en setti hann yfir markið, en ég náði að bæta það upp þarna tveimur mínútum seinna. Það var ákveðið en það eru þessar 45 mínútur sem ég fékk og ég reyndi að gera mitt besta þessar 45 mínútur, mér fannst ég hafa staðið mig ágætlega."
Athugasemdir
banner