Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   þri 29. mars 2016 20:23
Hafliði Breiðfjörð
skrifar frá Aþenu.
Arnór Ingvi: Reyni að nýta mínar mínútur
Borgun
Arnór Ingvi  skorar í kvöld.
Arnór Ingvi skorar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason skoraði sitt annað mark í tveimur leikjum þegar Ísland vann 3-2 sigur gegn Grikklandi í vináttuleik í kvöld.

Arnór Ingvi hefur litið virkilega vel út í landsleikjunum sem spilaðir hafa verið frá því að undankeppni EM 2016 lauk og gerir hann sterkt tilkall til farseðils til Frakklands.

Lestu um leikinn: Grikkland 2 -  3 Ísland

„Það kom sigurleikur núna, við náðum að klára þetta þarna í lokin. Mér fannst þetta spilast ágætlega, þeir skapa ekki rosalega mikið en uppskera samt tvö mörk. Það voru nokkur mistök sem við gerðum aftarlega á vellinum sem kosta okkur þetta en við náum að vinna okkur til baka, sem er mjög sterkt," sagði Arnór Ingvi við Fótbolta.net í Grikklandi að leik loknum.

Arnór Ingvi segist hafa sett sér það markmið að nýta mínúturnar sem hann fékk og að flestra mati gerði hann það og gott betur.

„Ég reyni að nýta mínar mínútur eins vel og ég get, ég reyni að leggja mig 100 prósent fram en svo get ég ekki gert meira," segir Arnór Ingvi sem telur EM-sætið þó alls ekki öruggt.

„Ég er ekki svo viss, það eru svo margir góðir leikmenn að maður verður bara að halda áfram að standa sig. Ég er þokkalega sáttur með mína frammistöðu, fyrir markið hefði ég getað sett hann en setti hann yfir markið, en ég náði að bæta það upp þarna tveimur mínútum seinna. Það var ákveðið en það eru þessar 45 mínútur sem ég fékk og ég reyndi að gera mitt besta þessar 45 mínútur, mér fannst ég hafa staðið mig ágætlega."
Athugasemdir
banner