fim 29. apríl 2021 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Rafn velur draumaliðið sitt - „Hreinlega galið"
Lið Orra. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Orra. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild 50skills
Orri Rafn að textalýsa sumarið 2018
Orri Rafn að textalýsa sumarið 2018
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Rafn Sigurðarson er lýsandi hjá ViaPlay og fylgist vel með kvennaknattspyrnu.

Hann er búinn að velja liðið sitt í Draumaliðsdeild 50 Skills. Pepsi Max-deild kvenna hefst eftir sex daga og til að vera með í fyrstu umferð þarf að vera búið að stafesta liðið klukkutíma fyrir leik fyrir klukkan 17:00 á þriðjudag!

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleik 50 Skills.

„Nafnið á liðinu: Zero8 – Líkt og góðvinur minn Eiður Ben gefur liðið mitt zero damn í önnur lið þar sem við ætlum að vinna deildina þægilega í ár. 8 er einkunn fyrir average look á Eiði Ben dags daglega," segir Orri sem stillir upp í 3-4-3 fyrir fyrstu umferð.

„Sóknarlína: Þar sem að my go to horse, my captain undanfarin ár Berglind Björg ákvað að fara til Frakklands að sóla sig er pláss fyrir tvær nýjar í framlínunni. Elín Metta er að sjálfsögðu á sínum stað, hún er alltaf að fara setja 15+ plús í sumar og 10 stoðsendingar með því og verður my captain í fyrsta leik. Ég ætla byrja á að gefa Tiffany sénsin, en hún þarf að skora til að halda sæti sínu annars er Bryndís Arna nartandi í hælana á henni. Fólk má ekki sofa heldur á Delaney BP það er gæðastræker sem að ÍBV náði sér í, hún mun skora þau nokkur í sumar."

„Miðsvæði: Fyrst á blað er Natasha Moraa Anasi, bara upp á vinskap okkar að gera þori ég ekki öðru en að hafa hana þarna, yrði þreytt að fá skilaboð daglega af hverju ég valdi hana ekki. Ég veit líka að hún er ekkert eðlilega sátt við að kosta 8mills í ár. Hefur gæði, er ein sú besta í þessari deild, mun skora nokkur mörk í sumar og sækja góð bónusstig. Agla María er Auto og ef þú ert ekki með hana geturu gleymt þessu, alvöru löpp hraði og gæði skilar alltaf sínum mörkum og stollum. “Anna” Rakel hefur verið að spila vel á undirbúningstímabilinu og hún mun blómstra í sumar. Ég ætla svo á veðja á Colleen nýja leikmann Þór/KA hún gæti valdið usla í sumar."

„Varnarlína: Áslaug Munda er top 3 uppáhaldsleikmaðurinn minn í þessari deild, og það er hreinlega galið að hún sé að spila á Íslandi miðað við gæði. Ég fagna því samt fyrir fantasty liðið mit auto 60+ stig. Mary Alice er rosalegur leikmaður. Valur hefur notið góðs af Hallberu undanfarin ár, en Mary mun fylla upp í það skarð án nokkurra vandræða. Laufey Harpa lokar svo vörninni, hún mun njóta góðs af Óskar Smára skólanum og mun leggja upp nokkur mörk úr föstum leikatriðum."

„Auður Scheving lokar svo liðinu og rammanum fyrir mínar konur í Eyjum. Finnst hún ekki alltaf fá það hrós sem hún á skilið, mun ná í nokkur MOM á þessu timabili með ruddalegum vörslum,"
segir Orri.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleik 50 Skills.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner