Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 29. júlí 2021 23:25
Victor Pálsson
Þorvaldur Rúnarsson í Þrótt Vogum (Staðfest)
Mynd: Leiknir
Markmaðurinn Þorvaldur Rúnarsson hefur skrifað undir samning við Þrótt Vogum í 2. deild karla og mun leika með liðinu út tímabilið.

Þorvaldur er fæddur árið 1993 en hann hefur undanfarið ár spilað með Álafoss í fjórðu deildinni. Í sumar lék Þorvaldur þrjá leiki.

Fyrir það var hann á mála hjá Leikni, KB og Kríu eftir að hafa byrjað ferilinn í Vesturbænum með KR.

Þorvaldur á að baki þónokkra leiki með meistaraflokk Leiknis en hann var lengi í herbúðum félagsins.

Rafal Stefán Daníelsson er aðalmarkvörður Þróttara og hefur staðið sig vel í sumar - liðið er í baráttu um að komast upp í Lengjudeildina.

Þróttarar eru í afar góðri stöðu þegar 14 umferðir eru búnar en liðið er með þriggja stiga forskot á toppnum.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar í kvöld á miðnætti.


Athugasemdir
banner
banner
banner