Hamar mistókst að jafna Árborg að stigum í 2. sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina þegar liðið gerði jafntefli gegn Kríu í kvöld. En Árborg gerði jafntefli gegn Ými í síðustu umferð.
Kría náði forystunni en Hamar jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks og þar við sat.
Hamar er nú í 4. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir Árborg sem situr í 2. sæti og á leik til góða gegn toppliði Tindastóls á laugardaginn. Kría siglir lygnan sjó í 6. sæti.
KH tapaði sjötta leik sínum í röð þegar liðið tapaði gegn KÁ. KH komst yfir en KÁ svaraði með fjórum mörkum, þar af tveimur úr vítaspyrnu.
Bæði lið hafa engu að keppa í lokaumferðinni.
Hamar 1 - 1 Kría
0-1 Páll Bjarni Bogason ('10 )
1-1 Máni Snær Benediktsson ('37 )
KH 2 - 4 KÁ
1-0 Haukur Ásberg Hilmarsson ('19 )
1-1 Bjarki Sigurjónsson ('24 , Mark úr víti)
1-2 Bjarki Sigurjónsson ('40 , Mark úr víti)
1-3 Birkir Þór Guðjónsson ('56 )
1-4 Carlos Magnús Rabelo ('64 )
2-4 Haukur Ásberg Hilmarsson ('77 )

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |