
Grindavík 2 - 2 Þróttur R.
1-0 Ármann Ingi Finnbogason ('6 )
1-1 Unnar Steinn Ingvarsson ('13 )
1-2 Kári Kristjánsson ('34 , víti)
2-2 Einar Karl Ingvarsson ('71 )
Lestu um leikinn
Grindavík og Þróttur töpuðu dýrmætum stigum þegar liðin mættust í Safamýrinni í kvöld.
Liðin eru búin að bjarga sér frá falli en sigurvegarinn í kvöld hefði getað blandað sér heldur betur í baráttuna um umspilið um sæti í Bestu deildinni næsta sumar.
Leikurinn fór fjörlega af stað en Ármann Ingi Finnbogason kom Grindvíkingum yfir snemma leiks. Adam var ekki lengi í paradís því Unnar Steinn Ingvarsson jafnaði metin stuttu síðar eftir þunga sókn Þróttara.
Þróttarar voru meeð forystuna í hálfleik eftir að Kári Kristjánsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnu. Einar Karl Ingvarsson jafnaði metin fyrir Grindvíkinga með laglegu skoti og þar við sat.
Þróttarar eru fjórum stigum frá umspilssæti þegar liðið á tvo leiki eftir en liðin fyrir ofan eiga öll leik til góða. Grindavík er hins vegar sex stigum frá umspilssæti.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |