Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   fim 29. ágúst 2024 08:52
Elvar Geir Magnússon
Þarf í aðgerð eftir brotið „fáránlega“
Miðjumaðurinn Matt O'Riley meiddist á ökkla í fyrsta leik sínum fyrir Brighton og stjóri liðsins, Fabian Hurzeler, hefur staðfest að leikmaðurinn þurfi að fara undir hnífinn.

„Þetta eru slæm meiðsli. Hann þarf að fara í aðgerð á ökkla og ég get ekki sagt til um hversu lengi hann verður frá. Við þurfum að styðja hann og reyna að koma honum til baka sem fyrst," segir Hurzeler.


„Hann er góður karakter og mjög jákvæður einstaklingur. Það er mjög mikilvægt að vera sterkur andlega og ég er viss um að hann komi sterkari til baka úr þessu."

Danski landsliðsmaðurinn kostaði Brighton 25 milljónir punda en hann kom til félagsins frá Celtic á dögunum.

Um átta mínútur voru liðnar af deildabikarleik gegn Crawley á þriðjudaginn þegar Jay Williams, leikmaður Crawley, fór í tæklingu á O'Riley sem gat ekki haldið leik áfram.

„Þetta var fáránlegt brot og á ekki heima í fótbolta," sagði Hurzeler við Sky eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner