29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 29. september 2020 19:39
Atli Arason
„Guðjón Þórðar er búinn að vera veikur en er á batavegi"
Lengjudeildin
Brynjar Kristmunds og Guðjón á hliðarlínunni
Brynjar Kristmunds og Guðjón á hliðarlínunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Kristmundsson er aðstoðarþjálfari Víkings Ólafsvík og stýrir hann liðinu núna í fjarveru Guðjóns Þórðarsonar. Brynjar var skiljanlega ekki svo sáttur þegar hann kom í viðtal strax eftir tap gegn Grindavík í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Víkingur Ó.

„Leiðinlegt. Fyrsta korterið drap okkur, þegar maður lendir 3-0 undir eftir 15 mínútur þá er erfitt að koma til baka,“ sagði Brynjar áður en hann bætti við:

„Það var ekki eins og þeir voru að liggja á okkur fyrsta korterið heldur voru þetta 3 upphlaup og 3 mörk. Það er bara game over.“

Ólafsvíkingar spiluðu manni fleiri í rúman hálftíma þegar Oddur Ingi Bjarnason, leikmaður Grindavíkur, var rekinn af velli á 63. Mínútu en Víkingum gekk ekki að nýta sér liðsmuninn.

„Við vorum meira með boltann en þeir droppuðu vel niður og við fundum engar opnanir. Við hefðum klárlega getað farið oftar út í kantana og reynt þannig að draga þá aðeins í sundur og kannski fá einhverja krossa en við vorum bara hugmyndasnauðir,“ sagði Brynjar.

Guðjón Þórðarson var ekki á hliðarlínunni í 2-4 sigri Víkinga á Leikni F. í síðustu umferð og ekki heldur í dag. Sögusagnir voru komnar á flug að Gaui hefði verið lagður inn á spítala en Brynjar sagðist ekki vita nákvæmlega hvað væri að hrjá Guðjón.

„Gaui er búinn að vera veikur en er á batavegi. Við vonumst bara eftir því að fá hann aftur sem fyrst en fyrst og fremst verður maður að huga að heilsunni,“ sagði Brynjar.

Eftir að spyrill hafði aðeins ruglast á leikjafjöldanum sem eftir er af mótinu var Brynjar spurður hvort að staða þeirra í deildinni væri örugg.

„Hún er alls ekki örugg en við höfum svo sem engar áhyggjur. Við erum í þannig stöðu að við getum treyst á okkur sjálfa og þurfum ekki að horfa á nein önnur lið. Við þurfum bara að enda þetta mót vel, einn sigur í viðbót og ég held við séum sloppnir en við fáum ekki mikið út úr leikjum með svona frammistöðu eins og í dag,“ sagði Brynjar að lokum en viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner