Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   þri 29. september 2020 19:39
Atli Arason
„Guðjón Þórðar er búinn að vera veikur en er á batavegi"
Lengjudeildin
Brynjar Kristmunds og Guðjón á hliðarlínunni
Brynjar Kristmunds og Guðjón á hliðarlínunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Kristmundsson er aðstoðarþjálfari Víkings Ólafsvík og stýrir hann liðinu núna í fjarveru Guðjóns Þórðarsonar. Brynjar var skiljanlega ekki svo sáttur þegar hann kom í viðtal strax eftir tap gegn Grindavík í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Víkingur Ó.

„Leiðinlegt. Fyrsta korterið drap okkur, þegar maður lendir 3-0 undir eftir 15 mínútur þá er erfitt að koma til baka,“ sagði Brynjar áður en hann bætti við:

„Það var ekki eins og þeir voru að liggja á okkur fyrsta korterið heldur voru þetta 3 upphlaup og 3 mörk. Það er bara game over.“

Ólafsvíkingar spiluðu manni fleiri í rúman hálftíma þegar Oddur Ingi Bjarnason, leikmaður Grindavíkur, var rekinn af velli á 63. Mínútu en Víkingum gekk ekki að nýta sér liðsmuninn.

„Við vorum meira með boltann en þeir droppuðu vel niður og við fundum engar opnanir. Við hefðum klárlega getað farið oftar út í kantana og reynt þannig að draga þá aðeins í sundur og kannski fá einhverja krossa en við vorum bara hugmyndasnauðir,“ sagði Brynjar.

Guðjón Þórðarson var ekki á hliðarlínunni í 2-4 sigri Víkinga á Leikni F. í síðustu umferð og ekki heldur í dag. Sögusagnir voru komnar á flug að Gaui hefði verið lagður inn á spítala en Brynjar sagðist ekki vita nákvæmlega hvað væri að hrjá Guðjón.

„Gaui er búinn að vera veikur en er á batavegi. Við vonumst bara eftir því að fá hann aftur sem fyrst en fyrst og fremst verður maður að huga að heilsunni,“ sagði Brynjar.

Eftir að spyrill hafði aðeins ruglast á leikjafjöldanum sem eftir er af mótinu var Brynjar spurður hvort að staða þeirra í deildinni væri örugg.

„Hún er alls ekki örugg en við höfum svo sem engar áhyggjur. Við erum í þannig stöðu að við getum treyst á okkur sjálfa og þurfum ekki að horfa á nein önnur lið. Við þurfum bara að enda þetta mót vel, einn sigur í viðbót og ég held við séum sloppnir en við fáum ekki mikið út úr leikjum með svona frammistöðu eins og í dag,“ sagði Brynjar að lokum en viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner