Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   þri 29. september 2020 19:39
Atli Arason
„Guðjón Þórðar er búinn að vera veikur en er á batavegi"
Lengjudeildin
Brynjar Kristmunds og Guðjón á hliðarlínunni
Brynjar Kristmunds og Guðjón á hliðarlínunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Kristmundsson er aðstoðarþjálfari Víkings Ólafsvík og stýrir hann liðinu núna í fjarveru Guðjóns Þórðarsonar. Brynjar var skiljanlega ekki svo sáttur þegar hann kom í viðtal strax eftir tap gegn Grindavík í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Víkingur Ó.

„Leiðinlegt. Fyrsta korterið drap okkur, þegar maður lendir 3-0 undir eftir 15 mínútur þá er erfitt að koma til baka,“ sagði Brynjar áður en hann bætti við:

„Það var ekki eins og þeir voru að liggja á okkur fyrsta korterið heldur voru þetta 3 upphlaup og 3 mörk. Það er bara game over.“

Ólafsvíkingar spiluðu manni fleiri í rúman hálftíma þegar Oddur Ingi Bjarnason, leikmaður Grindavíkur, var rekinn af velli á 63. Mínútu en Víkingum gekk ekki að nýta sér liðsmuninn.

„Við vorum meira með boltann en þeir droppuðu vel niður og við fundum engar opnanir. Við hefðum klárlega getað farið oftar út í kantana og reynt þannig að draga þá aðeins í sundur og kannski fá einhverja krossa en við vorum bara hugmyndasnauðir,“ sagði Brynjar.

Guðjón Þórðarson var ekki á hliðarlínunni í 2-4 sigri Víkinga á Leikni F. í síðustu umferð og ekki heldur í dag. Sögusagnir voru komnar á flug að Gaui hefði verið lagður inn á spítala en Brynjar sagðist ekki vita nákvæmlega hvað væri að hrjá Guðjón.

„Gaui er búinn að vera veikur en er á batavegi. Við vonumst bara eftir því að fá hann aftur sem fyrst en fyrst og fremst verður maður að huga að heilsunni,“ sagði Brynjar.

Eftir að spyrill hafði aðeins ruglast á leikjafjöldanum sem eftir er af mótinu var Brynjar spurður hvort að staða þeirra í deildinni væri örugg.

„Hún er alls ekki örugg en við höfum svo sem engar áhyggjur. Við erum í þannig stöðu að við getum treyst á okkur sjálfa og þurfum ekki að horfa á nein önnur lið. Við þurfum bara að enda þetta mót vel, einn sigur í viðbót og ég held við séum sloppnir en við fáum ekki mikið út úr leikjum með svona frammistöðu eins og í dag,“ sagði Brynjar að lokum en viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner