þri 29. september 2020 16:40
Ívan Guðjón Baldursson
Leeds er að kaupa Cuisance frá FC Bayern
Mynd: Bayern Munchen
Leeds United, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, eru að ganga frá kaupum á Michaël Cuisance samkvæmt ítalska fréttamanninum Fabrizio Romano.

Cuisance átti upprunalega að koma á lánssamning með kaupmöguleika en FC Bayern neitar að lána miðjumanninn efnilega frá sér þó hann sé samningsbundinn félaginu til 2024.

Bayern vildi 30 milljónir evra fyrir Cuisance en Leeds bauð 20 og eru félögin í viðræðum þessa dagana.

Cuisance er 21 árs gamall og spilaði 39 leiki fyrir Borussia Mönchengladbach áður en hann gekk til liðs við Bayern í fyrra.

Honum tókst ekki að ryðja sér leið inn í byrjunarliðið hjá Hansi Flick og hefur aðeins spilað ellefu leiki frá komu sinni til Þýskalandsmeistaranna margföldu.

Cuisance er gríðarlega mikið efni og hefur spilað 62 leiki fyrir yngri landslið Frakka.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner