Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 29. september 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Börsungar horfa áfram til Manchester
Ilkay Gundogan.
Ilkay Gundogan.
Mynd: Heimasíða Man City
Barcelona reyndi að kaupa Bernardo Silva frá Manchester City síðasta sumar en það gekk ekki upp. Núna er Katalóníustórveldið aftur að horfa til Manchester.

Samkvæmt frétt Mundo Deportivo þá eru Börsungar með augastað á þýska miðjumanninum Ilkay Gundogan.

Gundogan, sem er 31 árs, er á síðasta samningsári sínu hjá Man City og er ekki enn búinn að samþykkja nýjan samning.

Hann getur byrjað að ræða við félög utan Englands í janúar, en Gundogan hefur spilað með Man City undanfarin sex ár. Hann hefur spilað stóra rullu fyrir liðið og verið mikilvægur.

Það er sagt að Barcelona ætli aftur að reyna við Bernardo Silva næsta sumar en Gundogan er líka möguleiki fyrir félagið ef hann skrifar ekki undir nýjan samning við City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner