Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fim 29. september 2022 17:02
Arnar Laufdal Arnarsson
Viktor Andri riftir við Fjölni - Stefnir hærra
Í leik gegn Gróttu í sumar
Í leik gegn Gróttu í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinnn Viktor Andri Hafþórsson hefur rift samningi sínum við Fjölni, sem leikur í Lengjudeildinni.

Viktor, sem er 21 árs, er uppalinn í Grafarvogi en hann hefur leikið 88 leiki fyrir uppeldisfélagið.

„Ég er búinn að vera í Fjölni frá því ég man eftir mér og ég elska þennan klúbb og allt sem hann hefur gert fyrir mig. Hins vegar tel ég mig þurfa nýja áskorun og taka næsta skref á ferlinum," sagði Viktor í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Ég stefni hátt, metnaðurinn er mikill og ég tel mig þurfa að komast í rétta umhverfið til að taka næsta skref að mínu mati. Ég byrjaði tímabilið af krafti og var farinn að skora snemma móts en lendi svo í því að meiðast og missi af níu leikjum en náði að klára tímabilið með ágætis krafti."

Sóknarmaðurinn ungi lék 14 leiki með Fjölni í sumar og skoraði hann fjögur mörk og gaf fjórar stoðsendingar er Fjölnir endaði í fjórða sæti Lengjudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner