Aron Einar Gunnarsson var í dag kynntur sem nýr leikmaður Al-Gharafa í Katar en hann kemur til félagsins frá Þór á Akureyri.
Á dögunum greindi Aron Einar frá því í viðtali við Fótbolta.net að hann væri á leið aftur til Katar.
Aron rifti samningi sínum við Þór, sem átti að gilda út næsta tímabil, og samdi við Al-Gharafa.
Þetta er annað félagið sem Aron leikur með í Katar en hann var á mála hjá Al-Arabi í tæp fimm ár áður en hann hélt aftur heim í Þór.
Al-Gharafa staðfesti komu Arons á samfélagsmiðlum í dag en samningurinn gildir út tímabilið.
Aron sagði frá því í viðtölum að hugur hans leitaði aftur út enda væri hann meðvitaður um að hann kæmist ekki aftur í landsliðið ef hann héldi áfram að spila í Lengjudeildinni.
Al-Gharafa er öflugt félag sem hafnaði í 3. sæti deildarinnar á síðasta ári og spilar í Meistaradeild Asíu. Spænsku leikmennirnir Joselu, Rodrigo og Sergio Rico eru allir á mála hjá félaginu, en þeir eiga allir leiki með spænska landsliðinu.
Joselu er stærsta nafnið en hann vann Meistaradeild Evrópu með Real Madrid á síðustu leiktíð og varð síðan Evrópumeistari með spænska landsliðinu í sumar áður en hann samdi við Al-Gharafa.
????? ?????
— AL GHARAFA SC | ???? ??????? (@ALGHARAFACLUB) September 29, 2024
????????? ???? ???????? ???????? ???? #???????
Aron Gunnarsson is GHARFAWI ???? pic.twitter.com/UivXFW7J6Y
Athugasemdir