Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   sun 29. september 2024 19:20
Brynjar Ingi Erluson
Langþráð mark Andra - Skoraði tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á
Andri Lucas skoraði annað deildarmark sitt
Andri Lucas skoraði annað deildarmark sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði annað deildarmark sitt fyrir Gent í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld, en þetta var fyrsta mark hans í rúma tvo mánuði.

Framherjinn byrjaði frábærlega með Gent á tímabilinu og skoraði strax í fyrsta deildarleik gegn Kortrijk, en síðan þá hefur hann farið í gegnum þurrkatímabil.

Það hefur tekið hann smá tíma að aðlagast deildinni, en á dögunum lagði hann upp gegn Club Brugge og í dag skoraði hann síðan annað deildarmark sitt.

Andri kom inn af bekknum á 76. mínútu í leik gegn Leuven en staðan var þá 2-0. Tveimur mínútum síðar gulltryggði hann sigurinn með þriðja markinu.

Gent er í öðru sæti deildarinnar með 16 stig eftir níu leiki og hlutirnir farnir að smella hjá landsliðsmanninum.

Óttar Magnús Karlsson kom þá inn af bekknum í hálfleik í 2-0 tapi Spal gegn Entella í C-deildinni á Ítalíu. Spal er í næst neðsta sæti B-riðils með 4 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner