Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   mán 29. september 2025 11:30
Kári Snorrason
Veðbankar telja Amorim vera næstan til að fara - Glasner þykir líklegasti arftakinn
Ruben Amorim.
Ruben Amorim.
Mynd: EPA

Sæti Ruben Amorim heldur áfram að hitna eftir að Manchester United tapaði 3-1 gegn Brentford um helgina. Liðið situr nú í 14. sæti deildarinnar með einungis með sjö stig eftir sex umferðir.

Enskir veðbankar telja Ruben Amorim þann þjálfara í úrvalsdeildinni sem líklegastur er til að verða næstur til að missa starfið. 


Veðbankar eru þegar farnir að velta sér upp úr því hver taki nú við stjórnartaumunum þegar Amorim verður látinn fara.

Efstur á lista er Oliver Glasner stjóri Crystal Palace, en þar á eftir koma þeir Gareth Southgate fyrrum landsliðsþjálfari Englands og Xavi fyrrum stjóri Barcelona.

Neðar á blaði eru svo Michael Carrick, Unai Emery, Marco Silva og Andoni Iraola.


Athugasemdir
banner