Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   mán 29. september 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Útskýrir ákvörðunina - „Erum búin að vaxa svolítið frá hvort öðru"
Lengjudeildin
'Það er ekki það að Njarðvík vilji það ekki, þeir vilja það og ég veit það, en ég sé að það mun taka lengri tíma en ég persónulega sjálfur er tilbúinn í'
'Það er ekki það að Njarðvík vilji það ekki, þeir vilja það og ég veit það, en ég sé að það mun taka lengri tíma en ég persónulega sjálfur er tilbúinn í'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ef ég hef trú á einhverju þá fer ég 'all-in' í það og ég held að ég hafi sýnt það á þessum tíma'
'Ef ég hef trú á einhverju þá fer ég 'all-in' í það og ég held að ég hafi sýnt það á þessum tíma'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík var marki frá því að falla í 2. deild haustið 2023 og í ár var liðið einum sigri í jafnteflisleik frá því að fara upp í Bestu.
Njarðvík var marki frá því að falla í 2. deild haustið 2023 og í ár var liðið einum sigri í jafnteflisleik frá því að fara upp í Bestu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amin Cosic var frábær með Njarðvík fyrri hluta tímabilsins.
Amin Cosic var frábær með Njarðvík fyrri hluta tímabilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég var með hjarta og sál í þessu Njarðvíkurverkefni og langaði svo ógeðslega að klára það verkefni, langaði að komast með Njarðvík upp í Bestu deildina'
'Ég var með hjarta og sál í þessu Njarðvíkurverkefni og langaði svo ógeðslega að klára það verkefni, langaði að komast með Njarðvík upp í Bestu deildina'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hefur sem aðalþjálfari þjálfað KFS, Vestra og svo Njarðvík.
Hefur sem aðalþjálfari þjálfað KFS, Vestra og svo Njarðvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék sem atvinnumaður í Svíþjóð, Þýskalandi, Danmörku, Tyrklandi, Noregi og á Englandi. Þá lék hann 24 A-landsleiki.
Lék sem atvinnumaður í Svíþjóð, Þýskalandi, Danmörku, Tyrklandi, Noregi og á Englandi. Þá lék hann 24 A-landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Í gær var sagt frá því að Gunnar Heiðar Þorvaldsson myndi ekki þjálfa Njarðvík áfram, en hann hafði verið þjálfari liðsins frá því að hann tók við um mitt mót 2023.

Í tilkynningu Njarðvíkur kom fram að báðir aðilar hafi tekið þá ákvörðun að fara ekki í viðræður um mögulegt framhald, en Gunnar Heiðar var með lausan samning eftir tímabilið.

Njarðvík var nálægt því að fara upp úr Lengjudeildinni í sumar, liðinu var spáð 6. sæti en seint í mótinu var liðið á toppnum en náði ekki að standast stór próf á endasprettinum og tapaði á endanum gegn Keflavík í undanúrslitum umspilsins, en Keflavík endaði svo á því að fara upp úr deildinni. Fótbolti.net ræddi við Gunnar Heiðar um ákvörðunina.

Langarað gera hlutina öðruvísi og fara hærra
„Við erum búin að vaxa svolítið frá hvort öðru, mig langar að gera hlutina á ákveðinn hátt og þau í Njarðvík hafa verið frábær í að reyna hjálpa mér eins mikið og hægt er til að komast ennþá hærra með félagið."

„Ég er búinn að keyra 2,5-3 tíma á næstum hverjum einasta degi í rúm tvö ár til þess að fara fram og til baka frá Akranesi. Að eyða svona miklum tíma í að keyra til þess að hjálpa Njarðvík, klúbbi sem ég hafði enga tengingu við áður... einhverjum finnst það kannski skrítið að ég hafi gert það, en þetta lýsir mér, ef ég hef trú á einhverju þá fer ég 'all-in' í það og ég held að ég hafi sýnt það á þessum tíma,"
segir Gunnar Heiðar.

Þig langar þá að gera eitthvað annað en Njarðvík býður upp á?

„Ég myndi frekar segja að mig langi til að gera hlutina öðruvísi, fara á hærra 'level', halda áfram að stíga þessi skref. Það er ekki það að Njarðvík vilji það ekki, þeir vilja það og ég veit það, en ég sé að það mun taka lengri tíma en ég persónulega sjálfur er tilbúinn í."

„Það er hægt að horfa í Aftureldingu og Vestra sem dæmi, ef að klúbbur ætlar upp í Bestu deild, þá þarf að vera byrjað að vera eins og Bestu deildar félag í umgjörð, skipulagningu og fleira til þess að geta tekið þetta skref- og verið þá tilbúin að taka það skref. Bæði Þór og Keflavík eru þar finnst mér, hafa verið þarna og þekkja þetta. Það er ekki, því miður, hjá Njarðvík eins og er. Ég veit að þeir stefna þangað, kannski gerist það á næsta ári, þá er það bara frábært, en mér fannst vera komin smá þreyta í þetta og smá að vaxa í sitthvora áttina. Þetta er gert í góðu, þess vegna gáfum við út sameiginlega yfirlýsingu í gær."


Ræddi ekki við ÍA
Í sumar var litið á þig sem álitlegan kost fyrir ÍA, var einhver sem ræddi við þig um það starf?

„Nei, ég er heiðarlegur með að ég heyrði ekkert í stjórn ÍA, ekki neitt. Ég var með hjarta og sál í þessu Njarðvíkurverkefni og langaði svo ógeðslega að klára það verkefni, langaði að komast með Njarðvík upp í Bestu deildina."

Hefði þá örugglega verið önnur ákvörðun
„Ákvörðunin sem var tilkynnt í gær hefði örugglega verið önnur ef við hefðum farið upp."

Bauðst til að selja Cosic sjálfur eftir tímabilið
Gunnar Heiðar talaði um að hugsa eins og Bestu deildar félag. Það vakti athygli snemma sumars þegar Njarðvík samþykkti tilboð frá KR í Amin Cosic sem fór svo í Vesturbæinn þegar sumarglugginn byrjaði. Fyrri part móts var hann besti leikmaður Njarðvíkur.

Þú talar um að hugsa eins og Bestu deildar klúbbur, svíður það mikið að félagið tekur þá ákvörðun að það þurfi að selja besta leikmann liðsins á miðju tímabili?

„Já, það gerir það. Þetta var erfitt á þeim tíma. Ég átti ófá símtöl við stjórnarmenn Njarðvíkur um þetta. Það var meira að segja þannig að ég sagði við þá að ég skyldi sjálfur selja hann eftir tímabilið ef við myndum halda honum út tímabilið. Og ég lýg því ekki. Hann passaði svo vel við það sem við vorum að gera og vinna að, liðið sem byrjaði mótið var verkefni sem var búið að vera í gangi í eitt og hálft tímabili, auðvitað einhverjir inn og einhverjir út."

Með skýra sýn á hvað hann vill gera
Hvað tekur við hjá Gunnari Heiðari?

„Ég er búinn að sjá að þetta er eitthvað sem ég vil halda áfram að gera, ég hef mikinn metnað fyrir þjálfuninni og auðvitað er maður búinn að læra mikið á leiðinni. Ég hef verið aðalþjálfari í fimm ár og er kominn með skýra sýn á hvernig ég vil vinna hlutina og hvað ég get gert í fótboltanum á Íslandi. Ég hef horft á ótrúlega marga leiki og maður sér hvað er hægt að gera vel, hvað er hægt að gera betur og allt svoleiðis. Það er eitthvað sem ég vil halda áfram að þróa í einhverju góðu verkefni, hjá einhverjum góðum klúbbi sem er tilbúinn að fara í þá átt."

Hafnaði einu verkefni
Hefur eitthvað félag á Íslandi haft samband?

„Þú veist hvernig þetta er, vinur hringir í vin og vinur hringir í einhvern tengdan mér og kannar stöðuna. Það er svolítið íslenskt, liðin kannski hrædd við að taka spjallið beint og fá nei-ið. Ég er allavega búinn að neita einu góðu verkefni nú þegar, það er bara ekki rétti tímapunkturinn fyrir mig til að taka við."

Íslensku verkefni?

„No comment."

Með góð sambönd erlendis eftir leikmannaferilinn
Gunnar Heiðar var lengi vel atvinnumaður erlendis og landsliðsmaður. Veistu til þess að félög erlendis sem þú tengist séu að fylgjast með þér?

„Ég þekki vel til erlendis, er búinn að spila á mörgum stöðum og í nokkrum löndum. Ég hef alltaf reynt að leggja mig allan fram með dugnaði og metnaði, hvar sem ég hef verið. Það eru langflestir sem sjá það. Ef þú tekur eftir því að einhver leggur sig svoleiðis fram þá er held ég auðvelt að hrífast með viðkomandi. Ég á marga góða vini í fótboltaheiminum, stóra sem smáa, og jú, auðvitað eru oft skilaboð og símhringingar á milli. En það er ekkert komið á það stig hvort ég vilji koma til þeirra eða neitt slíkt."

„Ég flutti upp á land, eins og við Vestmanneyingar segjum, fyrir tveimur árum síðan til þess að vera nær púllíunni; fleiri giggum. Ég er tilbúinn í margt ef verkefnið er nægilega spennandi fyrir mig."


Vill hjálpa leikmönnum að verða betri, og vinna
„Ég vil halda áfram að bæta mig sjálfan sem þjálfara, halda áfram að byggja ofan á ferilskrána. Margir grænir punktar, mörg skoruð mörk og margir góðir leikmenn sem ég hef unnið með og hafa náð að vaxa og orðið mjög góðir. Það er eitthvað sem ég vil halda áfram að gera og það finnst mér vera tilgangur þess að vera þjálfari á Íslandi; hjálpa leikmönnum á Íslandi að verða betri og mögulega hjálpa þeim að upplifa drauminn um að fara erlendis eða spila með landsliðinu. Það væri mesta viðurkenningin fyrir mig. Ég er líka sigurvegari, mig langar að vinna, er í þessu til þess," segir Gunnar Heiðar.

Nánar var rætt við þjálfarann og verður ýtarlegt uppgjör á tímabilinu 2025 birt hér á síðunni á morgun.
Athugasemdir