Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 29. október 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað gera grjótharðir Livorno stuðningsmenn þegar þeir fá nóg?
Mynd: Getty Images
„Mesta dramað á Ítalíu í síðustu viku átti sér stað í Livorno," segir Björn Már Ólafsson í nýjasta þætti hlaðvarps síns um ítalska boltann hér á Fótbolta.net.

Livorno er í C-deild á Ítalíu en stuðningsmenn liðsins eru ekki ánægðir með stöðuna þessa dagana. Þeir létu það í ljós með krossum og svínshöfuði.

„Þeir hafa verið á hraðri niðurleið undanfarið og eiga ekki fyrir skuldum. Þeir féllu í C-deildina í sumar og í fyrstu fimm leikjunum deildinni náðu þeir í fimm stig," segir Björn.

„Þá fengu stuðningsmennirnir nóg og hvað gera grjótharðir Livorno stuðningsmenn þegar þeir fá nóg? Jú, þeir senda afar skýr skilaboð. Þeir brutust inn á heimavöll liðsins sem stendur við höfnina í borginni Livorno, og ráku þar niður þrjá stóra trékrossa niður í grasið á vellinum. Það má nú reyndar segja að grasið á vellinum sé svo slæmt að það skaðaði varla grasið að negla þessa krossa niður."

„Á einum krossinum stóð nafn Aldo Spinelli, sem er fyrrverandi eigandi félagsins. Á öðrum stóð nafn núverandi forseta, Rossettano Navarra, og þriðja krossinum var ekki nafn á manni - heldur nafnið á bankanum sem er að reyna að setja félagið í þrot samkvæmt stuðningsmönnum."

„Fyrir framan krossana var svo búið að leggja afskorið svínshöfuð í besta Martin Scorsese stíl. Fyrir aftan var svo fáni þar sem stóð: 'Þið munuð borga, þið munuð borga fyrir allt saman'."

„Viti menn, þetta virkaði heldur betur því Livorno vann næsta leik, útileik gegn Renate, 2-0. Renate er reyndar félag sem ég hef aldrei heyrt um, eins og stundum vill gerast í þessari furðulegu C-deild," sagði Björn en allan þáttinn má hlusta á hér að neðan.


Ítalski boltinn - Afskorið svínshöfuð og ljót skilaboð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner