Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 29. október 2020 17:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Sara Björk ein af tuttugu bestu í Evrópu
Sara Björk í leik með Lyon.
Sara Björk í leik með Lyon.
Mynd: Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Evrópumeistara Lyon og fyrirliði íslenska landsliðsins, er í hópi tuttugu bestu leikmanna Evrópu á þessu ári.

Það er mat FourFourTwo sem er mjög virt knattspyrnutímarit á Breltnadi. Tímaritið velur besta leikmann Evrópu í kvennaflokki og fær sérfræðinga til að greiða atkvæði.

Sara Björk er í tuttugu leikmanna úrtaki og úr því velja sérfræðingar leikmennina sem verða í topp fimm.

Sara Björk varð á dögunum landsleikjahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi þegar hún sló met Katrínar Jónsdóttur. Í sumar varð hún Evrópumeistari með Lyon og skoraði eitt markanna í úrslitaleiknum.

Þær tuttugu bestu:
Al­ex­ia Pu­tellas (Barcelona)
Al­ex­andra Popp (Wolfs­burg)
Amel Maj­ri (Lyon)
Bet­hany Eng­land (Chel­sea)
Christia­ne Endler (Par­is Saint-Germain)
Debinha (North Carol­ina Coura­ge)
Delp­hine Cascar­ino (Lyon)
Denise O’Sulli­v­an (North Carol­ina Coura­ge/​Bright­on)
Dz­seni­fer Mar­ozsán (Lyon)
Eu­genie Le Somm­er (Lyon)
Ewa Pajor (Wolfs­burg)
Guro Reiten (Chel­sea)
Ji So-yun (Chel­sea)
Lucy Bronze (Lyon)
Marie-Antoinette Katoto (Par­is Saint-Germain)
Pernille Har­der (Wolfs­burg)
Sara Björk Gunn­ars­dott­ir (Lyon)
Sarah Bou­haddi (Lyon)
Vi­vi­anne Miedema (Arsenal)
Wendie Ren­ard (Lyon)
Athugasemdir
banner