Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 18:56
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeild kvenna: Ísland fór létt með N-Írland
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland 3 - 0 Norður-Írland
(5-0 samanlagt)
1-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('32)
2-0 Hlín Eiríksdóttir ('58)
3-0 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir ('73, víti)

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Norður-Írland

Íslenska kvennalandsliðið heldur sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir þægilega sigra gegn Norður-Írlandi.

Stelpurnar okkar gerðu vel að halda markinu hreinu í báðum leikjum og unnu 3-0 í dag eftir að hafa sigrað 0-2 í fyrri leiknum á útivelli.

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fyrsta markið á Þróttarvelli eftir rúmlega hálftíma en íslenska liðið var talsvert sterkari aðilinn fram að því og skapaði góð færi sem nýttust þó ekki.

Sveindís skoraði af stuttu færi eftir flottan undirbúning frá Hlín Eiríksdóttur á vinstri vængnum.



Norður-Írarnir fengu eitt gott færi í fyrri hálfleik og byrjuðu seinni hálfleikinn á því að komast í gegn, en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var örugg á milli stanganna og handsamaði boltann.

Hlín tvöfaldaði svo forystu Íslands eftir langt innkast frá Sveindísi en Hildur Antonsdóttir gerði vel að vinna fyrsta boltann til að koma honum áfram til Hlínar.



Þriðja markið lá í loftinu og var dæmd vítaspyrna eftir brot á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sem var mjög lífleg í leiknum, innan vítateigs. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir steig á punktinn og skoraði örugglega.

Ísland hefði getað bætt fjórða markinu við en gerði ekki, svo lokatölur urðu 3-0.


Athugasemdir
banner
banner