Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 29. nóvember 2020 16:53
Ívan Guðjón Baldursson
Hasenhuttl: Cavani gerði gæfumuninn
Ralph Hasenhüttl er stoltur af sínum mönnum eftir 2-3 tap Southampton gegn Manchester United í dag, en Southampton var tveimur mörkum yfir í leikhlé.

Edinson Cavani kom inn af bekknum í leikhlé og breytti leiknum. Hasenhüttl telur hann hafa gert gæfumuninn enda skoraði Úrúgvæinn tvennu og lagði upp.

„Það er mjög erfitt að verjast Cavani. Við áttum frábæra kafla í leiknum og ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum í dag. Við lögðum allt í þetta en að lokum gerði einn leikmaður gæfumuninn," sagði Hasnehüttl.

„Við gerðum okkar besta í dag en við mættum virkilega sterku liði með mikla gæðaleikmenn. Cavani er frábær leikmaður, við vitum hvað hann getur gert en okkur tókst ekki að verjast honum."
Athugasemdir
banner