Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. nóvember 2020 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Merson: Arsenal á heima um miðja deild
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Paul Merson spilaði fyrir Arsenal í tólf ár og er í dag knattspyrnusérfræðingur hjá Sky Sports.

Honum lýst alls ekki vel á Arsenal undir stjórn Mikel Arteta en liðið er aðeins komið með 13 stig eftir 9 umferðir.

Merson telur Arsenal vera með alltof slaka leikmenn og býst ekki við að liðið endi ofarlega í vor.

„Arsenal komst ekki með tærnar nálægt hælum Leeds síðasta sunnudag. Það var gott fyrir Arsenal að missa Nicolas Pepe að velli því þá spiluðu þeir þéttar og lokuðu svæðunum sem gerði Leeds erfiðara fyrir," sagði Merson

„Fyrir nokkrum vikum skoraði Leicester fjögur á útivelli gegn Leeds. Arsenal vantar betri leikmenn sem geta farið framhjá varnarmönnum. Pierre-Emerick Aubameyang er ekki að gera neitt af viti þessa stundina, hann spilaði miðsvæðis gegn Leeds og olli þeim engum erfiðleikum," sagði Merson.

„Þegar þú horfir á þetta lið spila þá sérðu að það á bara heima um miðja deild. Fólk segist sjá hvað Arteta er að gera hjá Arsenal en ég er ekki svo viss um það. Þú getur séð hvað Leeds er að reyna að gera en það er erfiðara að sjá hvert Arsenal er að reyna að fara.

„Hvar eru Arsenal sterkir? Þeir eru lélegir í vörn, þeir ná lítið af boltum út á kantana og Aubameyang kemur lítið við boltann. Thomas Partey er frábær og getur gert gæfumuninn, Arsenal hefur saknað hans sárt."


Arsenal spilar við Wolves í kvöld og þarf sigur til að reyna að koma sér upp úr neðri hluta úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner