Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. nóvember 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um Aron Jó: Frábært fyrir Íslandsmótið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar hafa verið duglegir að styrkja sig eftir að tímabilinu. Félagið hefur fengið sterka leikmenn eftir tímabilið og fór strax í það undir lok síðasta tímabils. Þeir Kyle McLagan, Arnór Borg Guðjohnsen, Birnir Snær Ingason og Davíð Örn Atlason eru allir gengnir í raðir Víkinga og þá keypti félagið Karl Friðleif Gunnarsson af Breiðabliki.

Einn stór biti var orðaður við Víking í haust en endaði hjá Val. Það var Aron Jóhannsson.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var til viðtals á föstudag og var spurður út í Aron. Á hverju stoppaði það að Aron kæmi í Víking?

„Við ræddum við Aron og örugglega fleiri lið. Á endanum valdi hann Val og svona gerast hlutirnir. Við höfum talað við fleiri leikmenn sem hafa valið önnur lið. Það er enginn að grenja yfir því," sagði Arnar.

Hópar sem vinna titla, ekki byrjunarlið
„Að fá hann aftur til baka til Íslands er bara frábært fyrir Íslandsmótið. Það sem er að gerast líka hjá öðrum liðum er að það eru allir að fara gefa í. KR er að fara gefa í, Valur er að fara gefa í, FH lítur vel út, KA og Breiðablik."

„Ef að mótið í ár var frábært þá verður mótið á næsta ári ennþá meiri veisla. Ég held að fleiri lið muni gera tilkall í þessa baráttu og það sem gerði útslagið fyrir okkur í fyrra var að við vorum með sterkan hóp. Það eru hópar sem vinna sem vinna titla, ekki byrjunarlið,"
sagði Arnar.
Arnar Gunnlaugs: Þurfum bara að fara yfir Chelsea, City og Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner