Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 29. nóvember 2021 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Fékk dynjandi lófaklapp í París
Simon Kjær huggaði eiginkonu Christian Eriksen í Kaupmannahöfn
Simon Kjær huggaði eiginkonu Christian Eriksen í Kaupmannahöfn
Mynd: EPA
Simon Kjær, fyrirliði danska landsliðsins, var sérstakur heiðursgestur á verðlaunahátíð France Football í kvöld þar sem gullknötturinn var afhentur en hann fékk dynjandi lófaklapp frá gestum hátíðarinnar.

Kjær bjargaði lífi besta vinar síns, Christian Eriksen, er Danmörk mætti Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í sumar.

Eriksen hneig niður í leiknum sem fór fram í Kaupmannahöfn en Kjær var fyrstur til að átta sig. Hann setti Eriksen í læsta hliðarlegu og var klettur fyrir liðsfélaga sína og eiginkonu Eriksen á vellinum.

Kjær var staddur á verðlaunahátíðinni í París í kvöld og fékk dynjandi lófaklapp frá gestum. Didier Drogba, einn af kynnum kvöldsins, hrósaði Kjær í hástert og kallaði eftir lófaklappinu en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner