Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   mán 29. nóvember 2021 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Hallbera: Ég held að við getum sett kröfu á sigur
Icelandair
Hallbera Guðný Gísladóttir á æfingu Íslands í dag.
Hallbera Guðný Gísladóttir á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir vonast til að íslenska landsliðið geti klárað árið með stæl er liðið mætir Kýpur í undankeppni HM annað kvöld.

Hallbera byrjaði á bekknum í 2-0 sigri Íslands á Japan í æfingaleik á dögunum en hún skilur þó vel að aðrir leikmenn fái sénsinn.

„Ég er alltaf svekkt þegar ég fæ ekki að byrja leiki en ég held að allir séu þannig gerðir að þeir vilja spila eins mikið og hægt er. Ég skil það líka óskaplega vel að það eru fleiri að berjast um stöður í liðinu og það þarf að auka breiddina og núna er að koma sér aftur í liðið."

Ísland, sem er í 2. sæti riðilsins með 6 stig er búið að spila þrjá leiki en liðið vann Kýpur í fyrri leiknum, 5-0. Hallbera gerir kröfu á sigur á morgun.

„Spennandi að fá að klára langt tímabil í hitanum á Kýpur. Ég held að við getum sett kröfu á sigur og klára þennan leik með stæl og tímabilið með stæl," sagði Hallbera en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner