Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 29. nóvember 2023 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Fati og Lamptey lengi frá
Ansu Fati verður ekki með Brighton á næstunni
Ansu Fati verður ekki með Brighton á næstunni
Mynd: Getty Images
Það bætist enn ofan á meiðslavandræði enska úrvalsdeildarfélagsins Brighton en Roberto De Zerbi, stjóri félagsins, staðfesti það í dag að þeir Ansu Fati og Tariq Lamptey verða lengi frá.

Fati er á láni hjá Brighton frá Barcelona og hefur komið ágætlega inn í enska liðið.

Hann hafði komið að fimm mörkum í öllum keppnum áður en hann meiddist illa í 3-2 sigrinum á Nottingham Forest um helgina.

Fati mun ekki spila með Brighton næstu mánuði og bætist því ofan á langan meiðslalista enska félagsins.

„Ansu verður frá í langan tíma. Það sama á við um Lamptey, þeir verða báðir lengi frá,“ sagði De Zerbi í dag.

Þar á hann við um hægri bakvörðinn Tariq Lamptey, en Lamptey fór meiddur af velli á tæpum fimmtán mínútum á eftir Fati. Högg fyrir Brighton-menn, en alls eru tólf leikmenn úr aðalliðinu frá vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner