Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   fös 29. nóvember 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað verður um Einar Karl? - Áhugi úr Bestu deildinni
Einar Karl Ingvarsson.
Einar Karl Ingvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samningur Einars Karls Ingvarssonar við Grindavík er að renna út um mánaðarmótin en hann er orðaður við félög í Bestu deildinni. Grindavík vill einnig halda honum og er í viðræðum við hann um nýjan samning.

Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag að hann gæti hugsanlega farið í Aftureldingu eða Val. Hann lék áður með Völsurum.

„Það er forvitnilegt hvort hann sé enn nógu góður fyrir Bestu deildina," sagði Valur Gunnarsson í útvarpsþættinum.

Einar Karl, sem er 31 árs, er uppalinn hjá FH en hann lék með Val frá 2015 til 2020. Svo fór hann í Stjörnuna og þaðan Í Grindavík fyrir tímabilið 2023.

Síðastliðið sumar spilaði hann 22 leiki með Grindavík í Lengjudeildinni og skoraði þrjú mörk.

Grindavík hafnaði í níunda sæti Lengjudeildarinnar síðasta sumar.
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner