Framherjinn hávaxni Bart Kooistra er búinn að gera tveggja ára samning við Aftureldingu sem leikur í Lengjudeildinni.
Bart, 24 ára, er tæpir 2 metrar á hæð og skoraði 2 mörk í 10 leikjum hjá HK á seinni hluta síðustu leiktíðar.
Bart er framherji að upplagi en getur einnig spilað á báðum köntum. Hann flutti til Íslands síðasta sumar til að vera nær kærustu sinni sem er íslensk.
„Ég er mjög spenntur að ganga til liðs við Aftureldingu og hjálpa til við verkefnið sem er í uppbyggingu hjá félaginu. Ég fékk mjög jákvæða tilfinningu eftir að þjálfarateymið kynnti félagið og markmið þess fyrir mér. Markmið mitt fyrir komandi tímabil er að hjálpa liðinu beint aftur upp í Bestu deildina,” sagði Bart við undirskrift á samningi.
Athugasemdir


