Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 17:41
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja alls ekki missa Kolo Muani
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að Tottenham hefur engan áhuga á að binda enda á lánssamning Randal Kolo Muani frá Paris Saint-Germain, en Juventus hefur mikinn áhuga á framherjanum.

Kolo Muani gerði frábæra hluti á láni hjá Juventus á seinni hluta tímabils í fyrra þegar hann skoraði 8 mörk í 16 deildarleikjum til að hjálpa liðinu að tryggja sér meistaradeildarsæti.

Juve reyndi að kaupa hann síðasta sumar en mistókst það, svo Tottenham krækti í hann á lánssamningi. Muani hefur þó mistekist að skora eða leggja upp á tæpum 1000 spiluðum mínútum í ensku úrvalsdeildinni.

Þrátt fyrir það vill Tottenham alls ekki missa leikmanninn úr sínum röðum sökum meiðslavandræða. Fjölmiðlar töldu að Spurs gæti keypt Jean-Philippe Mateta til að fylla í skarðið en hann gæti verið á leið til AC Milan.

Kolo Muani skoraði í sigri Tottenham gegn Eintracht Frankfurt í Meistaradeildinni í vikunni og hefur komið með beinum hætti að 5 mörkum í 7 leikjum í keppninni.

Samkvæmt Sky á Ítalíu hefur Juve þó ekki gefið upp vonina og er félagið að gera sitt besta til að láta Tottenham skipta um skoðun.

Juve ætlar að snúa sér að Joshua Zirkzee hjá Manchester United ef ekki tekst að semja um Muani.

Muani er 27 ára gamall og með 9 mörk í 31 landsleik fyrir Frakkland.


Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Athugasemdir
banner
banner
banner