Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. mars 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Benzema gagnrýnir Giroud: Ekki bera saman go-kart og formula 1
Karim Benzema.
Karim Benzema.
Mynd: Getty Images
Karim Benzema, framherji Real Madrid, gagnrýndi Olivier Giroud, framherja Chelsea, í spjalli á Instagram í gær. Giroud hefur verið aðalframherji franska landsliðsins undanfarin ár en hann hefur skorað 39 mörk í 93 leikjum með liðinu og verið öflugur póstur í fremstu víglínu.

Benzema hefur ekki spilað með landsliðinu síðan árið 2015 en hann var þá sakaður um að hafa reynt að kúga fé út úr liðsfélaga sínum Mathieu Valbuena. Benzema hefur skorað 27 mörk í 81 landsleik með Frökkum sem er minna að meðaltali en Giroud. Þrátt fyrir það ákvað Benzema að gagnrýna Giroud í gær.

„Þú ættir ekki að ruglast á Formula 1 og go kart og þarna er ég bara að vera vingjarnlegur. Ég ætla ekki að tala um hann (Giroud) meira. Ég veit bara að ég er F1," sagði Benzema á Instagram í viðtali við YouTube stjörnuna Mohamed Henni.

Benzema ákvað síðan að tala meira um Giroud en hann hrífst ekki af leikstíl hans.

„Hann hefur átt sinn feril, hann gerir það sem hann vill og skorar mörkin sem hann vill skora. Hann er í sínu horni og ég er í mínu. Ég er ekki að hugsa um hann. Ef þú talar um leikstíl þá hentar hann Frökkum vel."

„Það eru fljótir leikmenn á köntunum eins og (Kylian) Mbappe og (Antoine) Griezmann og þeir geta spilað út frá framherjanum. Þegar Giroud er frammi þá þarf vörnin að hafa fyrir honum og það gefur hinum mikið svæði til að sýna hvað þeir geta."

„Hann nær að trufla varnarmennina og það virkar. Það er kannski ekki frábært að horfa á þetta og maður segir ekki, 'Wow, þetta er ótrúlegt.' Kunna allir vel við þennan leikstíl? Ég veit það ekki, en hann hentar franska landsliðinu vel."


Athugasemdir
banner
banner