Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
David Luiz vill klára ferilinn hjá Benfica
Mynd: Getty Images
Brasilíski varnarmaðurinn David Luiz er líklega á förum frá Arsenal í sumar eftir að í ljós kom að hann gerði aðeins eins árs samning við félagið þegar hann var keyptur frá Chelsea í fyrra.

Luiz er 33 ára og er búinn að spila 32 leiki fyrir Arsenal á leiktíðinni. Hann gerði garðinn frægan hjá Benfica áður en hann var fenginn til Chelsea og vill halda aftur til Portúgal.

Sérfræðingar telja samningsviðræður geta orðið til vandræða þar sem Luiz þyrfti líklegast að helminga launin sín til að ganga í raðir Benfica. Laun virðast þó ekki skipta varnarmanninn máli miðað við það sem hann sagði í viðtali við portúgalska dagblaðið Record.

„Ég er búinn að ræða við Vieira (forseta Benfica) um að snúa aftur," sagði Luiz.

„Það væri draumur fyrir mig að ljúka ferlinum hjá Benfica. Ég veit ekki hvenær það gerist, en það mun gerast ef forsetinn og stuðningsmenn vilja mig. Það yrði ein af fallegustu stundum ferilsins."

Enskir fjölmiðlar telja Arsenal enn eiga möguleika á að framlengja samning Luiz þökk sé sérstöku ákvæði í samningi hans.

Sjá einnig:
David Luiz líklega á förum frá Arsenal í sumar
Fréttirnar af David Luiz koma Carragher ekki á óvart
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner