Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   þri 30. maí 2023 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Báðir Bellingham bræðurnir munu skipta um félag í sumar
Jobe Bellingham.
Jobe Bellingham.
Mynd: Getty Images
Jobe Bellingham, yngri bróðir Jude, mun ganga í raðir Sunderland á næstu dögum.

Frá þessu greinir ítalski fréttamaðurinn Fabrizio Romano en hann segir að Sunderland muni greiða Birmingham 3 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Báðir Bellingham-bræðurnir ólust upp hjá Birmingham. Jobe, sem er 17 ára gamall, hefur leikið alls 26 keppnisleiki með aðalliði Birmingham þrátt fyrir ungan aldur.

Hann hefur þá leikið með U16, U17 og U18 landsliðum Englands en hann er núna á leið til Sunderland.

Kristjaan Speakman, yfirmaður fótboltamála hjá Sunderland, er góður kunningi Bellingham-fjölskyldunnar en hann starfaði áður í akademíu Birmingham og þekkir því bræðurna báða vel.

Jobe mun líklega ganga í raðir Sunderland en á meðan mun Jude, sem er tveimur eldri, fara frá Borussia Dortmund til Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner