Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 30. maí 2023 18:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xavi vildi fá Cancelo til Barcelona
Mynd: Getty Images

Joao Cancelo bakvörður Manchester City gekk til liðs við Bayern Munchen í janúar á láni út tímabilið. Hann vann þýsku deildina með liðinu.


Hann yfirgaf City eftir að hafa lent í riflildi við stjórann Pep Guardiola. Ólíklegt þykir að hann verði áfram hjá City en óvíst er hvert hann muni fara.

Hann verður ekki áfram hjá Bayern en Xavi stjóri Barcelona segir að spænska félagið hafi sýnt honum áhuga.

„Við vildum fá Joao Cancelo í janúar, okkur bauðst að fá hann og við sögðum já. Man City ræddi málin sín á milli og sögðu okkur að þeir vildu ekki senda Joao til Barcelona," sagði Xavi.

Cancelo hefur leikið 154 leiki fyrir City frá því hann gekk til liðs við félagið frá Juventus árið 2019. Arsenal er einnig talið hafa áhuga á honum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner