Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júní 2022 09:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bernardeschi, Dybala og Morata farnir frá Juventus (Staðfest)
Dybala
Dybala
Mynd: Getty Images
Juventus hefur greint frá því á heimasíðu sinni að þrír leikmenn sem voru í aðalliði félagsins á síðasta tímabili hafi yfirgefið það.

Það eru þeir Federico Bernardeschi, Paulo Dybala og Alvaro Morata,

Spænski framherjinn Morata var að ljúka sínu öðru tímabili hjá Juventus á láni frá Atletico Madrid og snýr nú til baka til Atletico. Hann kom fyrst til Juve árið 2014 og var þá einnig í tvö ár hjá félaginu.

Bernardeschi hefur verið í fimm tímabil hjá Juventus. Hann er 28 ára gamall og kom frá Fiorentina árið 2017. Hann er kantmaður eða sóknarsinnaður miðjumaður sem varð Evrópumeistari með Ítalíu síðasta sumar.

Dybala er 28 ára gamall sóknarmaður sem kom frá Palermo árið 2015. Hann er argentínskur landsliðsmaður sem skoraði 115 mörk í 293 keppnisleikjum með Juve. Hann hefur verið orðaður við Inter og Tottenham í sumar.
Athugasemdir
banner
banner