Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. júní 2022 19:41
Ívan Guðjón Baldursson
Sunderland kaupir miðvörð frá Arsenal (Staðfest)
Mynd: EPA

Sunderland er búið að tryggja sér miðvörðinn Daniel Ballard sem er uppalinn hjá Arsenal.


Ballard er 22 ára gamall landsliðsmaður Norður-Írlands sem hefur aldrei fengið tækifæri með aðalliði Arsenal. Hann er lykilmaður í liði Norður-Íra og hefur skorað 2 mörk í 15 landsleikjum.

Hann varði síðustu leiktíð að láni hjá Millwall og stóð sig vel og því ákvað Sunderland að gera hann að fyrstu kaupum sumarsins. Sunderland er nýkomið aftur upp í Championship deildina eftir að hafa unnið umspilið í C-deildinni í sumar.

Sunderland borgar 2 milljónir punda fyrir Ballard sem skrifar undir þriggja ára samning.


Athugasemdir
banner
banner