Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. júlí 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Veirusmit hjá Man Utd - Vináttuleik aflýst
Manchester United spilar ekki við Preston vegna gruns um smit innan hópsins
Manchester United spilar ekki við Preston vegna gruns um smit innan hópsins
Mynd: Heimasíða Man Utd
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur aflýst vináttuleik liðsins gegn Preston North End á morgun þar sem nokkrir leikmenn innan hópsins og aðilar úr starfsliðinu hafa greinst með Covid-19 Guardian greinir frá.

United átti að mæta Preston á laugardag í næst síðasta leik liðsins á undirbúningstímabilinu en þegar leikmenn og starfslið fóru í skimun fyrir leikinn þá komu nokkrar jákvæðar niðurstöður fram.

Hluti leikmanna og úr þjálfaraliðinu eru því komnir í einangrun.

Síðasti leikur United fyrir tímabilið er gegn Everton þann 7. ágúst en ekki hefur verið ákveðið hvort sá leikur fari fram.

Yfirlýsing Man Utd:

„Það er í algerum forgang að það sé farið eftir bókinni er varðar öryggi vegna Covid. Við fengum nokkrar jákvæðar niðurstöður eftir að hópurinn var skimaður í dag. Þessir einstaklingar fara nú í sóttkví á meðan beðið eftir frekari niðurstöðum."

„Við höfum því gert þær varrúðarráðstafanir þar sem er farið eftir sérstakri reglugerð og tekið þá erfiðu ákvörðun að aflýsa leiknum gegn Preston North End á laugardag.

„Okkur þykir miður að trufla undirbúning Preston og valda stuðningsmönnum vonbrigðum með þessu. Þeir stuðningsmenn Man Utd sem keyptu miða á leikinn fá endurgreitt. Á þessu stigi málsins búumst við ekki við frekari truflunum fyrir næstu leiki en höldum áfram að fylgja regluverki ensku úrvalsdeildarinnar,"
segir í yfirlýsingu Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner