Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 30. ágúst 2024 22:15
Elvar Geir Magnússon
Holgate lánaður til West Brom (Staðfest)
West Bromwich Albion hefur fengið varnarmanninn Mason Holgate á láni frá Everton út tímabilið.

Þessi 27 ára leikmaður þekkir West Brom vel en hann var hjá félaginu á láni 2019.

Hann er ellefti og síðasti leikmaðurinn sem gengur í raðir West Brom í þessum sumarglugga.

„Ég er algjörlega í skýjunum. Ég elskaði tíma minn hérna. Þegar ég horfi til baka þá eru þessir mánuðir hjá Albion þeir skemmtilegustu á ferli mínum hingað til," segir Holgate.

Hann getur bæði spilað sem miðvörður eða sem vinstri bakvörður og á 137 leiki að baki í efstu deild.

West Brom er með tvo sigra og eitt jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum í Championship-deildinni á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner