Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   fös 30. ágúst 2024 22:56
Elvar Geir Magnússon
Stansfield til Birmingham (Staðfest) - Sjö ára samningur
Jay Stansfield er kominn til Birmingham frá Fulham. Þessi 21 árs framherji hefur skrifað undir sjö ára samning við Birmingham.

„Ég er hæstánægður. Ég vildi koma hingað aftur og takast á við næstu áskorun. Ég vildi vera hluti af þessu magnaða félagi og magnaða verkefni," segir Stansfield.

Stansfield er keyptur á 10 milljónir punda, sem eru stærstu kaup í sögu ensku C-deildarinnar.

Hann var á láni hjá Birmingham á síðasta tímabili.

Þá hefur félagið einnig fengið til sín miðjumanninn Tomoki Iwata frá Celtic.

Willum Þór Willumsson og félagar í Birmingham eru með sjö stig eftir fyrstu þrjár umferðir ensku C-deildarinnar, League One.
Athugasemdir