Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mainoo bað aftur um að vera lánaður burt
Mynd: Enska fótboltasambandið
Miðjumaðurinn efnilegi Kobbie Mainoo er aftur búinn að spyrja stjórnendur Manchester United hvort hann megi yfirgefa félagið á lánssamningi fyrir lok sumargluggans á morgun.

Mainoo bað um að vera lánaður burt en stjórnendur höfnuðu því. Ruben Amorim sagði á fréttamannafundi að hann vildi sjá Mainoo berjast fyrir byrjunarliðssæti.

   28.08.2025 23:40
Mainoo biður um að fara á láni


Mainoo var ónotaður varamaður í fyrstu tveimur leikjum Rauðu djöflanna á úrvalsdeildartímabilinu og lék svo allan leikinn í óvæntu tapi gegn D-deildarliði Grimsby Town í deildabikarnum.

Hann fékk að spila seinni hálfleikinn í dramatískum sigri gegn nýliðum Burnley í gær, en samkvæmt heimildum Fabrizio Romano bað hann stjórnendur aftur um að vera lánaður út fyrir leikinn.

Mainoo er tvítugur og vill fara út á láni til að fá meiri spiltíma til að komast aftur í enska landsliðshópinn fyrir HM á næsta ári. Hann er með tíu A-landsleiki að baki en var ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Andorru og Serbíu í undankeppni HM.
Athugasemdir
banner
banner