Varnarmaðurinn öflugi Piero Hincapié er búinn að kveðja Bayer Leverkusen eftir fjögur ár hjá félaginu. Hann er að ganga til liðs við Arsenal, sem greiðir um 45 milljónir punda fyrir.
Hincapié kemur á lánssamningi sem er 5 milljóna virði með kaupskyldu sem nemur 40 milljónum til viðbótar. Hann kvaddi stuðningsmenn liðsins eftir 3-3 jafntefli gegn Werder Bremen í gær, en hann var ónotaður varamaður til að vera ekki í meiðslahættu fyrir félagaskiptin.
25.08.2025 16:00
Telur verkefnið hjá Arsenal mjög heillandi
Hincapié, sem er 23 ára gamall, hefur verið mikilvægur hlekkur í varnarlínu Leverkusen undanfarin ár. Hann á í heildina 166 leiki að baki á fjórum árum hjá félaginu. Hann lék mikilvægt hlutverk er liðið vann þýsku deildina og bikarinn undir stjórn Xabi Alonso.
Þessi félagaskipti þýða að Jakub Kiwior getur farið til Porto á lánssamningi með kaupskyldu sem nemur um 17 til 23 milljónum punda í heildina með árangurstengdum aukagreiðslum.
Arsenal hefur keypt leikmenn fyrir um 250 milljónir punda í sumar.
29.08.2025 21:51
Hincapie á leið til Arsenal
Athugasemdir