Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 10:11
Brynjar Ingi Erluson
Andri Lucas til Blackburn (Staðfest)
Mynd: Blackburn Rovers
Andri Lucas Guðjohnsen er genginn í raðir Blackburn Rovers frá belgíska félaginu Gent fyrir um það bil tvær milljónir evra en þetta kemur fram í tilkynningu frá enska félaginu í dag. Samningurinn er til þriggja ára.

Andri er 23 ára gamall sóknarmaður sem gekk í raðir Gent frá Lyngby á síðasta ári.

Hann skoraði fimm mörk í 46 leikjum sínum með belgíska liðinu á síðustu leiktíð og gaf tvær stoðsendingar.

Á dögunum náði Blackburn samkomulagi við Gent um Andra og hélt hann í læknisskoðun í gær áður en hann skrifaði undir samning við félagið.

Andri verður annar Íslendingurinn til að leika með Blackburn á eftir Arnóri Sigurðssyni sem lék með liðinu frá 2023 til 2025.

„Um leið og ég vissi af áhuga Blackburn var mér alltaf ljóst hvert ég vildi fara,“ sagði Andri við undirskrift.


Athugasemdir