fös 30. september 2022 09:00
Elvar Geir Magnússon
Alfreð Elías ekki áfram með Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson.
Alfreð Elías Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson verður ekki áfram þjálfari Grindvíkinga í Lengjudeildinni. Hann tilkynnir þetta sjálfur á Facebook síðu sinni.

„Nú er það orðið ljóst að ég mun ekki halda áfram störfum hjá knattspyrnudeild Grindavíkur á komandi tímabili. Mig langar að þakka öllu því góða fólki sem ég hef unnið með síðastliðið ár fyrir ánægjulegt samstarf. Það hefur verið lærdómsríkt að þjálfa sinn heimaklúbb og ég hlakka til að fylgjast með Grindavíkurliðinu á komandi árum," skrifaði Alfreð.

Þessar fréttir koma ekki á óvart en nokkrar vikur eru síðan þær sögur fóru á kreik að Grindvíkingar ætluðu að skipta um þjálfara.

Alfreð, sem þjálfaði áður kvennalið Selfoss og var þar á undan þjálfari Ægis og BÍ/Bolungarvíkur, tók við Grindavík fyrir ári síðan. Liðið endaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar á hans eina tímabili við stjórnvölinn.

Þess má geta að í gær urðu formannsskipti hjá Grindavík. Haukur Guðberg Einarsson er nýr formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur og tekur við formennsku af Gunnari Má Gunnarssyni sem hefur setið sem formaður síðustu fimm ár.

Uppfært 10:40: Grindavík hefur staðfest fréttirnar. „Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ákveðið að ljúka samstarfi sínu við Alfreð Elías Jóhannsson sem þjálfari meistaraflokks karla. Ný stjórn tók við hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur á aukaaðafundi deildarinnar í gærkvöld og er leit af nýjum þjálfara Grindavíkur hafin," segir meðal annars í tilkynningu félagsins.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner