Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   lau 30. september 2023 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lögregla heimsótti skrifstofur dómarasambandsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andreu Camps, aðalritari spænska knattspyrnusambandsins, og Luis Medina Cantalejo, forseti dómaratækninefndarinnar á Spáni.
Andreu Camps, aðalritari spænska knattspyrnusambandsins, og Luis Medina Cantalejo, forseti dómaratækninefndarinnar á Spáni.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lögreglan á Spáni heimsótti skrifstofur dómarasambandsins þar í landi vegna ákæru á hendur FC Barcelona fyrir dómaramútur. Katalónska stórveldið er grunað um að hafa greitt Jose Maria Enriquez Negreira, fyrrum varaforseta dómarasambandsins, stórfelldar mútur.

   28.09.2023 20:35
Barcelona ákært fyrir að múta dómurum


Barcelona harðneitar að hafa mútað Negreira og hefur ávalt haldið því fram að greiðslur til hans hafi verið vegna ráðgjafastarfa fyrir félagið. Það hefur þó vakið furðu að greiðslurnar hafi verið faldar með þeim hætti sem þær voru.

Lögreglan á Spáni fór á skrifstofur dómarasambandsins eftir að starfsmenn þess sendu ekki umbeðin gögn til yfirvalda. Spænskir fjölmiðlar spyrja sig hvort dómarasambandinu hafi mögulega tekist að breyta eða eyða út þeim gögnum sem gætu komið sér illa í rannsókninni.

Heildargreiðslur Barcelona til Negreira yfir sautján ára tímabil eru sagðar nema 8,4 milljónum evra, þar af voru 1,4 milljónir greiddar til hans á milli 2016 og 2018 áður en hann hætti störfum fyrir dómarasambandið.

   20.02.2023 22:45
Barcelona sakað um stórfelldar mútur


Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, er einnig með málið til rannsóknar og gáfu félög í spænsku deildinni yfirlýsingu í febrúar þar sem þau lýstu yfir djúpum áhyggjum sínum varðandi mútumálið.

   23.03.2023 13:00
UEFA skipar starfshóp til að rannsaka greiðslur frá Barcelona


Komi í ljós að Barca greiddi mútur til Negreira getur félagið búist við banni úr Meistaradeild Evrópu. Þá gætu einhverjir titlar verið teknir af félaginu, eins og gerðist eftir dómaraskandalinn á Ítalíu þar sem Juventus missti tvo Ítalíumeistaratitla og var dæmt niður um deild.

Barcelona er ríkjandi Spánarmeistari og er með sterkan leikmannahóp undir stjórn Xavi.

   13.03.2023 21:28
Valverde og Enrique bera vitni í mútumálinu

Athugasemdir
banner
banner
banner