Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 30. nóvember 2020 22:25
Victor Pálsson
Allir leikmenn Newcastle í einangrun
Mynd: Getty Images
Allir leikmenn Newcastle United eru heima hjá sér í einangrun miðað við fréttir frá Englandi í kvöld.

Á dögunum komu upp þrjú kórónuveiru smit í herbúðum félagsins og í gær voru tvö ný smit staðfest.

The Chronicle greinir frá því að æfingasvæði félagsins sé nú lokað og að allir starfsmenn og leikmenn muni fara í próf heima hjá sér.

Það fór engin æfing fram hjá Newcastle í dag en liðið á næst leik gegn Aston Villa á föstudaginn.

Möguleiki er á að leikmenn liðsins geti ekkert æft fyrir þá viðureign og gæti leiknum verið frestað en það er óljóst að svo stöddu.

Alls þyrftu 14 leikmenn að vera óleikfærir svo að enska úrvalsdeildin samþykki að fresta leiknum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner