Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
banner
   lau 30. nóvember 2024 19:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Kane meiddist í stórleiknum
Kane fer meiddur af velli
Kane fer meiddur af velli
Mynd: EPA

Borussia D. 1 - 1 Bayern
1-0 Jamie Gittens ('27 )
1-1 Jamal Musiala ('85 )


Harry Kane þurfti að fara af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik þegar Bayern gerði jafntefli gegn Dortmund í þýsku deildinni í dag.

Bayern hefur verið á góðu skriði síðan liðið tapaði illa gegn Barcelona í Meistaradeildinni fyrir rúmum mánuði síðan. Liðið hafði unnið sjö leiki í röð í öllum keppnum fyrir leikinn í dag.

Jamie Gittens kom Dortmund yfir þegar hann komst auðveldlega framhjá Konrad Laimer á miðjum vellinum og brunaði upp völlinn og inn á teiginn þar sem hann negldi boltanum í netið.

Stuttu síðar varð Bayern fyrir áfalli þegar Kane þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

Þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma jafnaði Jamal Musiala metin þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Michael Olise. Þeim tókst ekki að bæta við mörkum og jafntefli því niðurstaðan.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 12 11 1 0 44 9 +35 34
2 RB Leipzig 12 8 2 2 22 13 +9 26
3 Dortmund 12 7 4 1 21 11 +10 25
4 Leverkusen 12 7 2 3 28 17 +11 23
5 Hoffenheim 12 7 2 3 25 17 +8 23
6 Stuttgart 12 7 1 4 21 17 +4 22
7 Eintracht Frankfurt 12 6 3 3 28 23 +5 21
8 Freiburg 12 4 4 4 19 20 -1 16
9 Werder 12 4 4 4 16 21 -5 16
10 Köln 12 4 3 5 21 20 +1 15
11 Union Berlin 12 4 3 5 15 19 -4 15
12 Gladbach 12 3 4 5 16 19 -3 13
13 Hamburger 12 3 3 6 11 18 -7 12
14 Augsburg 12 3 1 8 15 27 -12 10
15 Wolfsburg 12 2 3 7 14 22 -8 9
16 Heidenheim 12 2 2 8 10 27 -17 8
17 St. Pauli 12 2 1 9 10 24 -14 7
18 Mainz 12 1 3 8 11 23 -12 6
Athugasemdir