Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. janúar 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Simeone-fjölskyldan sú fimmta til að skora 100 mörk í Serie A
Mynd: Getty Images
Mynd: Juventus

Giovanni Simeone kom inn af bekknum til að skora sigurmark Napoli í stórleik gegn Roma um helgina.


Hann gerði þar með mark númer 70 í Serie A, en faðir hans og þjálfari Atletico Madrid, Diego Simeone, skoraði 30 mörk á sínum ferli í efstu deild ítalska boltans.

Simeone fjölskyldan er þar með orðin fimmta fjölskyldan til að skora 100 mörk í Serie A og sú fyrsta sem er af erlendu bergi brotin.

Federico Chiesa, kantmaður Juventus, er einnig partur af einni af fjölskyldunum fimm.

221 MAZZOLA (116 Sandro, 93 Valentino, 12 Ferruccio)

180 SAVOLDI (168 Giuseppe, 7 Gianluigi, 5 Gianluca)

174 CHIESA (138 Enrico, 36 Federico)

160 VIERI (18 Roberto, 142 Christian)

100 Simeone (30 Diego, 70 Giovanni)


Athugasemdir
banner
banner
banner