Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. janúar 2023 12:39
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag: Mikil vonbrigði en höfum menn sem geta fyllt í skarðið
Mynd: EPA
Christian Eriksen verður frá þar til í apríl að minnsta kosti eftir að hafa meiðst í bikarsigrinum gegn Reading.

Þetta er mikið áfall fyrir Manchester United enda er Eriksen lykilmaður á miðju liðsins, sem er að berjast um að ná Meistaradeildarsæti auk þess að vera í baráttunni í Evrópudeildinni og báðum bikarkeppnunum.

„Hann er mjög svekktur og þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur. Svona gerist í efsta stigi leiksins. Þetta er eitt af því sem þarf að takast á við," segir Erik ten Hag, stjóri Manchester United.

Í dag er Gluggadagurinn, ætlar Manchester United að stökkva út á markaðinn og reyna að fá mann í stað Eriksen?

„Við erum með leikmenn á miðsvæðinu, góða leikmenn sem geta fyllt skarðið. Hver og einn leikmaður hefur sín einkenni og karakter. Eriksen kemur með mikil gæði í leikmannahópinn og einkenni sem er erfitt að filla inn í. Til dæmis gæðin á síðasta þriðjungi."

Líklegt er að hlutverk þeirra Fred og Scott McTominay stækki við þessi tíðindi af Eriksen. Getur Fred stigið inn og leyst hann af hólmi?

„Fred spilar við hlið Casemiro í landsliði Brasilíu, það er ekki versta landslið í heimi! Brasilía hefur svo marga möguleika en vill spila þeim saman. Fred getur komið með mikið til liðsins og ég tel að hann og Casemiro séu öflugur dúett," segir Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner