Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   þri 31. maí 2022 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Kristján um landsliðsvalið: Var að horfa á þátt og svo hringdi vinur minn í mig
Davíð Kristján Ólafsson
Davíð Kristján Ólafsson
Mynd: KSÍ
Davíð Kristján Ólafsson, leikmaður Kalmar, fékk óvænta hringingu frá vini sínum á dögunum en hann tjáði honum að Davíð væri í íslenska A-landsliðinu fyrir leikina fjóra í júní.

Það er nú yfirleitt vaninn að KSÍ hefur samband við leikmenn með góðum fyrirvara og lætur þá vita að þeir séu í hóp fyrir komandi verkefni en það gleymdist þó að hafa samband við að minnsta kosti þrjá leikmenn eins og Fréttablaðið greindi frá í dag.

Það kom einnig fram í Dr. Footballog voru þeir allir nafngreindir en Davíð, Hólmbert Aron Friðjónsson og Alfons Sampsted fengu ekki tilkynningu frá KSÍ.

Davíð ætlaði að fylgjast með valinu á landsliðshópnum en gleymdi sér yfir sjónvarpsþætti þegar vinur hans hringdi og tilkynnti honum að hann væri í hópnum.

„Í rauninni fæ ég símtal frá félaga mínum um þetta og þá les ég þetta sjálfur. Ekkert vesen eða eitthvað sem ég var að pæla í þannig séð. Það kom þannig upp að ég fékk hringinguna útaf ég ætlaði að fylgjast með en svo datt ég út og var að horfa á þátt og svo hringdi vinur minn í mig," sagði Davíð við Fótbolta.net.

Hann var ekkert búinn að plana fríið og segist taka þetta fram yfir fríið.

„Já, í rauninni. Ég átti frí en ég tek þetta yfir fríið," sagði Davíð.

Vonast til að fá tækifæri

Davíð á fjóra A-landsleiki að baki en þeir hafa komið í janúargluggunum. Þetta er í fyrsta sinn sem hann gæti fengið tækifæri í mótsleik.

„Það er mjög gaman og eins og ég segi mjög gaman að vera hérna. Ég þekki mikið af strákum hérna, mikið af ungum strákum og gaman að koma inn í þetta," sagði Davíð en hann segir valið ekki endilega hafa komið sér á óvart.

„Kannski ekkert á óvart. Ég var búinn að spila alla leiki með Kalmar, þannig ég vissi að þetta væri möguleiki. Þetta var kannski ekki eitthvað sem ég var að búast við en ég var að spila, heill og í formi þannig það var einhver möguleiki."

„Ég vonast auðvitað til að fá að spila eitthvað og ef ég spila ekkert þá er það bara þannig. Reyna að nýta tækifærið sem ég fæ ef ég fæ tækifæri," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner
banner