Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   mið 31. maí 2023 14:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fred ósáttur við takmarkaðan spiltíma
Fred.
Fred.
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Fred er ósáttur við takarkaðan mínútufjölda með liði sínu Manchester United í vetur.

Fred byrjaði einungis tvo leiki eftir landsleikjahléð í mars og annar af þeim var lokaleikurinn gegn Fulham þar sem liðið var búið að tryggja sér Meistaradeildarsæti. Fred átti stóran þátt í báðum mörkum United í þeim leik.

Fred hefur síðustu daga verið orðaður við Fulham en Marco Silva, stjóri Fulham, sást ræða við Fred fyrir utan Old Trafford eftir leikinn á sunnudag.

„Varðandi mína frammistöðu, þá er ég á því að ég hafi spilað vel, en ég hefði óskað þess að fá fleiri mínútur á vellinum," sagði Fred við FourFourTwo. „Alltaf þegar ég var á vellinum þá held ég að ég hafi skilað því sem búist var við af mér til að hjálpa liðinu að ná árangri."

Hann var í baráttu við Casemiro, Bruno Fernandes, Christian Eriksen, Marcel Sabitzer og Scott McTominay um sæti í liðinu.

Fred er þrítugur miðjumaður sem kom til United frá Shakhtar Donetsk árið 2018. Hann á að baki 32 leiki með brasilíska landsliðinu.
Enski boltinn - Verðlaun veitt eftir að veislan kláraðist
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner