Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 31. júlí 2020 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: PSG þurfti vítaspyrnukeppni til að sigra Lyon
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
PSG 0 - 0 Lyon
6-5 eftir vítaspyrnukeppni
Rautt spjald: Rafael, Lyon ('118)

PSG og Lyon mættust í síðasta úrslitaleik í sögu franska deildabikarsins í kvöld og úr varð mikill baráttuleikur.

PSG var að spila uppá stoltið en mikið var í húfi fyrir Lyon sem missti af Evrópusæti þegar deildin var blásin af vegna Covid-19.

Lyon gat með sigri hér í kvöld tryggt sér sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Leikurinn var í járnum og fengu liðin lítið af færum. Neymar og Idrissa Gueye komust nálægt því að skora fyrir PSG í fyrri hálfleik á meðan Jason Denayer og Maxwel Cornet fengu góð færi fyrir Lyon án þess að nýta þau.

Memphis Depay komst nálægt því að skora fyrsta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks og skömmu síðar átti Neymar góða aukaspyrnu sem var varin afturfyrir.

Neymar komst aftur nálægt því að skora á 87. mínútu en skalli hans varinn yfir markið. Hvorugu liði tókst að skora og því þurfti að grípa til framlengingar.

Bæði lið fengu færi til að gera sigurmarkið í framlengingunni en tókst ekki að skora. Rafael, varnarmaður Lyon, fékk svo beint rautt spjald fyrir að tækla Angel Di Maria niður rétt fyrir utan vítateig. Di Maria var kominn í gegn. Ekkert varð úr aukaspyrnunni og því var farið í vítaspyrnukeppni.

Í vítaspyrnukeppninni skoruðu bæði lið úr fyrstu fimm spyrnunum sínum en Bertrand Traore klúðraði sjöttu spyrnu Lyon.

Pablo Sarabia skoraði fyrir PSG og ljóst að Lyon missir af Evrópukeppni á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner