Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
   mið 31. júlí 2024 21:59
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Úr varð ömurlega leiðinlegur fótboltaleikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli í vægast sagt tíðindalitlum leik í Bestu deild karla í kvöld. Sárafá marktækifæri voru í leiknum sem var spilaður í rigningu og vindi.

„Eina sem gleður báða þjálfarana er að við fengum ekki á okkur mark. Vindurinn og rigningin höfðu mikil áhrif á leikinn og úr verður ömurlega leiðinlegur fótboltaleikur eins og þetta var," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Fram

„Að mínu mati vorum við með ákveðna yfirburði í leiknum sem við áttum að nýta meira. Það vantar senterana okkar, bæði Jannik og Gumma, og við vitum ekki fyrr en seint í gærkvöldi að nýi maðurinn okkar yrði löglegur. Þá vorum við búnir að undirbúa annað lið og aðra hluti."

Guðmundur Magnússon, fyrirliði Fram, var ekki með í kvöld vegna ökklameiðsla.

„Hann fékk slæma tæklingu gegn Val, þetta er skaddað liðband í ökkla. Hann var orðinn ágætur í gær en ekki klár í þennan leik. Við skulum sjá hvort hann verði klár í næsta leik."

Hollenski sóknarmaðurinn Djenairo Daniels fékk leikheimild fyrir þennan leik og spilaði sinn fyrsta leik fyrir Fram þegar hann kom inn af bekknum á 60. mínútu.

„Ég hefði viljað sjá hann skjóta á markið í færinu sem hann fékk. Orri gerði vel í að verjast því. Að öðru leyti var hann ágætur."

Fram hefur tekið fjögur stig eftir að liðið mætti aftur í mótið, ef svo má að orði komast. Rúnar er sáttur við það.

„Við hefðum tekið því fyrirfram, spilandi við Val heima og Fylki úti. Fjögur stig úr þeim leik er ásættanlegt. Við hefðum auðvitað viljað taka sigur í kvöld," segir Rúnar en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner