Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mið 31. júlí 2024 21:59
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Úr varð ömurlega leiðinlegur fótboltaleikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli í vægast sagt tíðindalitlum leik í Bestu deild karla í kvöld. Sárafá marktækifæri voru í leiknum sem var spilaður í rigningu og vindi.

„Eina sem gleður báða þjálfarana er að við fengum ekki á okkur mark. Vindurinn og rigningin höfðu mikil áhrif á leikinn og úr verður ömurlega leiðinlegur fótboltaleikur eins og þetta var," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Fram

„Að mínu mati vorum við með ákveðna yfirburði í leiknum sem við áttum að nýta meira. Það vantar senterana okkar, bæði Jannik og Gumma, og við vitum ekki fyrr en seint í gærkvöldi að nýi maðurinn okkar yrði löglegur. Þá vorum við búnir að undirbúa annað lið og aðra hluti."

Guðmundur Magnússon, fyrirliði Fram, var ekki með í kvöld vegna ökklameiðsla.

„Hann fékk slæma tæklingu gegn Val, þetta er skaddað liðband í ökkla. Hann var orðinn ágætur í gær en ekki klár í þennan leik. Við skulum sjá hvort hann verði klár í næsta leik."

Hollenski sóknarmaðurinn Djenairo Daniels fékk leikheimild fyrir þennan leik og spilaði sinn fyrsta leik fyrir Fram þegar hann kom inn af bekknum á 60. mínútu.

„Ég hefði viljað sjá hann skjóta á markið í færinu sem hann fékk. Orri gerði vel í að verjast því. Að öðru leyti var hann ágætur."

Fram hefur tekið fjögur stig eftir að liðið mætti aftur í mótið, ef svo má að orði komast. Rúnar er sáttur við það.

„Við hefðum tekið því fyrirfram, spilandi við Val heima og Fylki úti. Fjögur stig úr þeim leik er ásættanlegt. Við hefðum auðvitað viljað taka sigur í kvöld," segir Rúnar en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir