Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   mið 31. júlí 2024 21:59
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Úr varð ömurlega leiðinlegur fótboltaleikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli í vægast sagt tíðindalitlum leik í Bestu deild karla í kvöld. Sárafá marktækifæri voru í leiknum sem var spilaður í rigningu og vindi.

„Eina sem gleður báða þjálfarana er að við fengum ekki á okkur mark. Vindurinn og rigningin höfðu mikil áhrif á leikinn og úr verður ömurlega leiðinlegur fótboltaleikur eins og þetta var," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Fram

„Að mínu mati vorum við með ákveðna yfirburði í leiknum sem við áttum að nýta meira. Það vantar senterana okkar, bæði Jannik og Gumma, og við vitum ekki fyrr en seint í gærkvöldi að nýi maðurinn okkar yrði löglegur. Þá vorum við búnir að undirbúa annað lið og aðra hluti."

Guðmundur Magnússon, fyrirliði Fram, var ekki með í kvöld vegna ökklameiðsla.

„Hann fékk slæma tæklingu gegn Val, þetta er skaddað liðband í ökkla. Hann var orðinn ágætur í gær en ekki klár í þennan leik. Við skulum sjá hvort hann verði klár í næsta leik."

Hollenski sóknarmaðurinn Djenairo Daniels fékk leikheimild fyrir þennan leik og spilaði sinn fyrsta leik fyrir Fram þegar hann kom inn af bekknum á 60. mínútu.

„Ég hefði viljað sjá hann skjóta á markið í færinu sem hann fékk. Orri gerði vel í að verjast því. Að öðru leyti var hann ágætur."

Fram hefur tekið fjögur stig eftir að liðið mætti aftur í mótið, ef svo má að orði komast. Rúnar er sáttur við það.

„Við hefðum tekið því fyrirfram, spilandi við Val heima og Fylki úti. Fjögur stig úr þeim leik er ásættanlegt. Við hefðum auðvitað viljað taka sigur í kvöld," segir Rúnar en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner