Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 31. ágúst 2020 08:30
Magnús Már Einarsson
Manchester United hefur rætt um kaup á Grealish
Powerade
Jack Grealish
Jack Grealish
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta. Njótið!



Manchester City er tilbúið að greiða Lionel Messi (33) 450 milljónir punda fyrir fimm ára samning en inn í honum er að hann klári ferilinn hjá New York City. (Sport)

Manchester United hefur rætt við Aston Villa um að fá Jack Grealish (24) í sínar raðir. (Mail)

Tottenham reyndi að krækja í Donny van de Beek (23) miðjumann Ajax á undan Manchester United. (Mirror)

Arsenal er ætlar að bjóða markverðinum Emiliano Martinez (27) nýjan samning. Arsenal gæti gert það sama við Ainsley Maitland-Niles (23) ef hann fer ekki til Wolves. (Mirror)

Markvörðurinn Kepa Arrizabalaga (25) vill ekki fara frá Chelsea. Hann vill vera áfram hjá félaginu og berjast fyrir sæti sínu. (Sun)

Leeds hefur áhuga á Rodrigo de Baul (26) miðjumann Udinese en hann gæti kostað 31 milljónir punda. (Guardian)

Tottenham og Newcastle vilja fá Joshua King (28) framherja Bournemouth. (Chronicle)

Valencia hefur spurst fyrir um Matteo Guendouzi (21) miðjumann Arsenal. (Super Deporte)

Antonio Conte, þjálfari Inter, vill fá N'Golo Kante (29) frá Chelsea. (Football Italia)

Sebastien Haller (26) framherji West Ham hefur hafnað því að fara til Hertha Berlin. (90 mins)

Inter vill fá vinstri bakvörðinn Emerson Palmieri (26) frá Chelsea en þetta segir umboðsmaður hans. (Goal)

Barcelona þarf að greiða Luis Suarez 12 milljónir punda til að losa hann undan samningi. (Goal)

Arsenal hefur áhuga á miðjumanninum Amadou Diawara (23) en þetta segir umboðsmaður hans. (Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner